Eitthvað um hálkubletti en víða autt

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.

Það eru hálkublettir á Sandskeiði, Hellisheiði, Þrengslum og á Lyngdalsheiði, annars eru leiðir á Suðurlandi að mestu greiðfærar samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Á Vesturlandi er hálka, hálkublettir eða snjóþekja á nokkrum leiðum og eitthvað um éljagang. Snjóþekja er á Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og í Svínadal. Hálka, hálkublettir eða snjóþekja er á Vestfjörðum, þó eru nokkrar leiðir á láglendi greiðfærar.

Á Norðurlandi er að mestu autt en þó er hálka eða hálkublettir á nokkrum stöðum. Hálka er í Húnavatnssýslum en snjóþekja og éljagangur á Vatnsskarði, Þverárfjalli og Öxnadalsheiði. Hálka er á Dettifossvegi. Þá eru vegir að mestu auðir á Austur- og Suðausturlandi en þó er eitthvað um hálkubletti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert