Hægt að skíða fyrir norðan

mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Opið er á skíðasvæðunum á Siglufirði, Tindastól og í Hlíðarfjalli í dag. Lokað er í Bláfjöllum og Skálafelli en lítið sem ekkert skyggni er á svæðinu.

Opið verður í Hlíðarfjalli frá klukkan 9 og frá klukkan 10 til 16 í Skarðsdal í Siglufirði. Samkvæmt upplýsingum þaðan er 1 stigs hiti á svæðinu og lítils háttar éljagangur en vindáttin mun breytast í norðanátt og verður gola þar í dag. Færðin er troðinn þurr snjór og mjög góður snjór í öllum brekkum.

Lokað verður hins vegar í Bláfjöllum og Skálafelli. „Hér er að hitna aftur eftir lítils háttar frost í nótt og er að detta í rigningu. Einnig er lítið sem ekkert skyggni,“ segir á Facebook-síðu skíðasvæðanna.

Skíðasvæðið í Tindastól verður opið frá klukkan 11 til 16. Hægviðri er á svæðinu, -1 gráða, éljagangur og nýfallinn snjór. Samkvæmt upplýsingum frá skíðasvæðinu er færið frábært. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert