Magnús endurkjörinn formaður SffR

Magnús Már Guðmundsson, formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík.
Magnús Már Guðmundsson, formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík.

Magnús Már Guðmundsson borgarfulltrúi var endurkjörinn formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík á aðalfundi sem fram fór á fimmtudaginn. Á fundinum var jafnframt samþykkt eftirfarandi ályktun um heilbrigðisþjónustu við aldraða:

„Aðalfundur Samfylkingarfélagsins í Reykjavík mótmælir töf á uppbyggingu heildstæðrar heilbrigðisþjónustu við aldraða í Reykjavík. Fyrir liggur að um 300 aldraðir bíða eftir vist á hjúkrunarheimili í Reykjavík. Ríkisstjórnin hefur ekki lagt fram neinar tillögur um hvernig eigi að mæta þeim vanda. Hægt er að stórauka þjónustu við aldraða ef vilji er fyrir hendi og bendir aðalfundur SffR á tillögur borgarstjóra um eflingu þjónustu við aldraða, annars vegar með fleiri hjúkrunarrýmum og hins vegar með stóraukinni heimaþjónustu sem er nú þegar sinnt vel í Reykjavík. Aðalfundur SffR krefst þess að ríkisvaldið standi við sínar skuldbindingar í þessu máli, þannig að hægt sé að tryggja öldruðum áhyggjulaust ævikvöld,“ segir í ályktuninni.

Auk Magnúsar voru Margrét Norðdahl, Sigríður Arndís Jóhannsdóttir, Stefán Benediktsson, Guðni Rúnar Jónasson, Lovísa Björk Júlíusdóttir og Solveig Ásgrímsdóttir kjörin í aðalstjórn Samfylkingarfélagsins. Að auki voru Alexander Harðarson, Eva Dögg Guðmundsdóttir, Gunnar Alexander Ólafsson, Halla Gunnarsdóttir og Magnús Þorgrímsson kjörin í varastjórn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert