„Vítavert“ að borgin axli ekki ábyrgð

Gistiskýlið við Lindargötu 48 rekur Reykjavíkurborg fyrir utangarðsfólk.
Gistiskýlið við Lindargötu 48 rekur Reykjavíkurborg fyrir utangarðsfólk. mbl.is/Ómar Óskarsson

Dæmi eru um að skjólstæðingar gistiskýlisins við Lindargötu hafi andast í nágrenni við skýlið að undanförnu. Þetta er haft eftir heimildum fréttastofu Stöðvar 2 og greint frá í kvöldfréttum. Þar er rætt við Einar Örn Gunnarsson, en móðir hans býr við Lindargötuna.

Fordæmir hann að Reykjavíkurborg axli ekki ábyrgð á skjólstæðingum skýlisins en til að mynda hafi einn skjólstæðinganna fallið á móður hans með þeim afleiðingum að hún fótbrotnaði og þurfti að liggja á sjúkrahúsi í átta vikur.

Fleiri nágrannar eru ósáttir við stöðuna og eru utangarðsmennirnir sagðir fara út á morgnana og hanga í hverfinu allan daginn enda eigi þeir í engin önnur hús að venda. Þeir séu illa á sig komnir, með læti og geri þarfir sínar í garða nágrannanna.

„Mér finnst líka vítavert beinlínis það að borgin lítur á þessa menn sem skjólstæðinga sína yfir hánóttina meðan þeir sofa en um morguninn um leið og þeir vakna þá er þeim hent út á guð og gaddinn. Þá blasir við að íbúar hér þurfa að axla ábyrgðina,“ segir Einar í samtali við Stöð 2.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert