Seðlabankinn þögull

Seðlabanki Íslands er þögull.
Seðlabanki Íslands er þögull. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Við erum að undirbúa ársfundinn og ekki hefur gefist tími til að skoða þetta mál, það er bara svo margt annað að gera,“ segir Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri á skrifstofu bankastjóra Seðlabanka Íslands, spurður um viðbrögð við frétt Morgunblaðsins síðan á föstudag um áhyggjur bankaráðs Seðlabanka Íslands af þátttöku Más Guðmundssonar seðlabankastjóra í opinberri umræðu um einstök mál sem bankinn er með í vinnslu.

Bankaráð krafðist þess með bókun í fyrra að seðlabankastjóri léti af slíkri umræðu. Bókun bankaráðsins var gerð þremur dögum eftir að seðlabankastjórinn mætti í ítarlegt viðtal á Eyjunni þar sem hann ræddi m.a. gjaldeyriseftirlit Seðlabankans og rannsóknir tengdar því, m.a. gegn Samherja en aðalmeðferð í ógildingarmáli Samherja gegn Seðlabankanum fór fram sl. fimmtudag.

Ekki hefur náðst í Má sjálfan vegna málsins og þá vill formaður bankaráðs SÍ, Þórunn Guðmundsdóttir hæstaréttarlögmaður, ekki tjá sig um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert