Tennisvellir víkja fyrir fótboltavelli

Víkingssvæðið. Malbikaður og málaður tennisvöllur hjá Víkingi sem má muna …
Víkingssvæðið. Malbikaður og málaður tennisvöllur hjá Víkingi sem má muna fífil sinn fegri. Ekkert hefur verið gert fyrir völlinn síðan 1986 þegar hann var lagður. Tveir aðrir vellir eru með gervigrasi frá 1996. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekki hafa fengist fjármunir frá Reykjavíkurborg til að viðhalda tennisvöllum Víkings í Fossvogi og verða þeir því aflagðir í vor. Aðeins tveir tennisvellir verða þá eftir í Reykjavík, staðsettir í Laugardalnum.

Fjórir malbikaðir tennisvellir voru lagðir hjá Víkingi 1986, tíu árum síðar var lagt gervigras á tvo þeirra og síðan þá hefur ekki verið lögð króna í viðhald vallanna fyrir utan smá pening sem fékkst fyrir tveimur árum til að hreinsa vellina af mosa og þörungum, að sögn Raj K. Bonifacius, formanns tennisdeildar Víkings.

Um 25 manns æfa tennis hjá Víkingi og fara æfingar fram í Kópavogi en líka í Víkinni á sumrin, mikið fleiri spila tennis á völlunum yfir sumartímann sér til skemmtunar auk þess sem þar eru haldin mót og sumarnámskeið, að því er fram kemur í umfjöllun um afdrif tennisvallanna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert