„Sláandi upplýsingar“

Oddný G. Harðardóttir.
Oddný G. Harðardóttir. mbl.is/Golli

„Þetta eru sláandi upplýsingar um hvernig farið var að þegar var verið að sýsla með eigur almennings,“ sagði Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, eftir fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Þar var fjallað um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis vegna sölunnar á 45,8% hlut ríkisins í Búnaðarbanka Íslands árið 2003.

„Blekkingar er stórt orð og það er talað um að þarna hafi menn beitt fulltrúa almennings blekkingum til þess að græða og það auðvitað kallar á frekari rannsókn að mínu  mati á því hvernig gat staðið á því að aðilarnir komust upp með blekkingarnar og af hverju var ekki gengið harðar eftir upplýsingum. Af hverju var bara óskað munnlega eftir áliti á þessum erlendu bönkum?,“ bætti hún við.

 „Það kom mér á óvart hvað niðurstöðurnar eru afdráttarlausar og hversu augljós tilgangurinn var allan tímann.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert