Snjókoma á laugardaginn

Það er spáð ofankomu og kulda á laugardag.
Það er spáð ofankomu og kulda á laugardag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vorið virðist ekki alveg vera komið því á laugardag er spáð skammvinnri norðanátt með ofankomu og kólnandi veðri. Á sunnudag hlýnar aftur á móti á nýjan leik og er spáð vaxandi austanátt og með rigningu. 

„Í dag og fram á laugardag verður austlæg átt ríkjandi, úrkomulitið lengst af og þokkalega milt, en búast má við úrkomu austan til á morgun, fimmtudag,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Spáin næsta sólarhring:

Austan 8-15 m/s sunnan til, hvassast allra syðst, en annars hægari vindur. Dálitlar skúrir með suður- og austurströndinni en annars skýjað að mestu og líkur á stöku skúrum eða éljum norðvestan til síðdegis. Víða næturfrost, einkum í innsveitum norðaustanlands en hiti 2 til 8 stig í dag.

Austan og norðaustan 5-13 á morgun, Rigning og sums staðar slydda um landið austanvert, en yfirleitt þurrt annars. Hiti 2 til 10 stig, hlýjast á Suðurlandi.

Á fimmtudag:

Austan 8-15 syðst, en annars hægari austlæg eða breytileg átt. Rigning suðaustanlands og einnig A-lands síðdegis, en annars yfirleitt þurrt. Hiti 2 til 9 stig að deginum, hlýjast syðst.

Á föstudag:
Hæg breytileg átt og úrkomulítið, en norðan kaldi við norðurströndina og él um kvöldið. Hiti breytist lítið.

Á laugardag:
Norðlæg átt 5-13 m/s og snjókoma eða él norðan til, en léttir til syðra. Hiti 0 til 6 stig en frystir um kvöldið.

Á sunnudag:
Vaxandi austlæg átt með rigningu og hlýnandi veðri, en þurrt og vægt frost fyrir norðan.

Á mánudag:
Snýst í suðvestanátt með skúrum eða slydduéljum, en birtir til austanlands. Fremur milt í veðri.

Á þriðjudag:
Útlit fyrir vestlæga og síðar breytilega átt og styttir upp, en vaxandi suðaustanátt um kvöldið með rigningu og hlýnandi veðri suðvestan til.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert