Verið að klára vopnaleitina

Frá flugstöðinni í dag.
Frá flugstöðinni í dag. mbl.is/Svali

Verið er að ljúka vopnaleit í Flugstöð Leifs Eiríkssonar sem framkvæmd var í kjölfar þess að flugstöðin var rýmd fyrr í dag af öryggisástæðum. Farþegar með flugvél frá Grænlandi fóru ekki í gegnum vopnaleit við komuna til Keflavíkur og blönduðust öðrum farþegum. Fyrir vikið varð að framkvæma vopnaleit á öllum farþegum í flugstöðinni í samræmi við reglur.

Frétt mbl.is: Byrjað að hleypa inn í flugstöðina

Verulegar tafir á brottförum urðu vegna þessa en tvær flugvélar eru farnar í loftið að sögn Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa ISAVIA, og farþegar eru að fara um borð í aðrar flugvélar. Búist er við að allar þær flugvélar sem seinkaði verði farnar í loftið um klukkan 20:00. Ekki liggur því fyrir hversu mikil seinkunin verður en líklega verður hún all að tveimur og hálfum tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert