Meira bögg frá farþega sem er kominn vel í glas

Kynferðislegt áreiti á sér stað um borð í flugvélum eins …
Kynferðislegt áreiti á sér stað um borð í flugvélum eins og annars staðar. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. mbl.is/Skapti

„Ég viðurkenni að það á sér alveg stað áreitni um borð. Það er samt ekki algengt og gerist ekki daglega,“ segir Sigríður Ása Harðardóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands.

Frá­sögn tón­list­ar­kon­unn­ar Sölku Sólar Ey­feld á Twitter nú um helg­ina, af því þegar maður kleip hana í rass­inn rétt áður en hún steig á svið á árs­hátíð Icelanda­ir, hef­ur vakið mikla at­hygli. Það til­vik er hins veg­ar ekk­ert eins­dæmi. Fleira tónlistarfólk hefur greint frá áreiti í sinn garð í kjölfarið og þá fjallaði lögreglumaðurinn Birgir Örn Guðjónsson, einnig þekktur sem Biggi lögga, á Facebook um að algengt væri að lögreglufólk sætti sambærilegu áreiti.

Sigríður Ása hefur starfað sem flugfreyja frá 1984 og hefur verið formaður Flugfreyjufélagsins undanfarin fjögur ár. Hún kveðst ekki vita um nein alvarleg tilfelli kynferðislegrar áreitni af höndum farþega, en segir slík mál líklegri til að rata inn á borð hjá flugrekendum en félaginu.

„Það er meira svona bögg frá einhverjum farþega sem er kominn vel í glas og sér sæta stelpu,“ segir Sigríður Ása. „Það er ýmislegt sem fólk þarf að fást við um borð.“  

Hún kveðst þó ekki telja að mikið sé um kynferðislegt áreiti um borð. „En er þetta ekki bara alls staðar?“ spyr hún. „Ég held að þeir sem að gera þetta séu ekki að mismuna milli stétta, ég held þeir hagi sér bara svona óviðeigandi alls staðar.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert