Fái greitt fyrir vistvænan ferðamáta

Líklega mun fólki sem notar strætó fjölga.
Líklega mun fólki sem notar strætó fjölga. mbl.is/Hjörtur

Lagt er til að samgöngusamningar verði teknir í notkun hjá Reykjavíkurborg frá og með 1. september. Markmiðið er að auka hlutfall starfsmanna sem nýta vistvænar samgöngur til og frá vinnu og/eða vegna ferða í þágu vinnuveitanda.

Kemur þetta fram í tilkynningu vegna málsins. Þar segir ennfremur að greiðslur vegna samgöngusamninga nemi 72 þúsundum króna á ársgrundvelli fyrir starfsfólk í 50% - 100% starfi en 36 þúsundum króna fyrir fólk í 33% - 49% starfi.

Við undirritun samningsins skuldbindur starfsmaður sig til að nýta vistvænar samgöngur til og frá vinnu að jafnaði þrisvar til fjórum sinnum í viku. 

Mannauðsdeild ráðhússins er falin innleiðing samninganna og að leggja mat á kostnað vegna innleiðingar fyrir 1. september.

Í greinargerð vegna málsins segir að áðurnefndur samningur sé ein af lykilaðgerðum loftslagsstefnu borgarinnar. Einnig stuðli samningurinn að því að vinna gegn álagstoppum í umferð á morgnanna og kvöldin með því að ýta undir fjölbreyttari ferðamáta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert