Framhald í máli Birnu ákveðið í dag

Skipverjinn á Polar Nanoq sem grunaður er um að hafa …
Skipverjinn á Polar Nanoq sem grunaður er um að hafa valdið dauða Birnu Brjánsdóttur var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness í byrjun mánaðarins og var varðhald yfir honum framlengt. mbl.is/Ófeigur

Krafa héraðssaksóknara um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur verður tekin fyrir í héraðsdómi klukkan 15 í dag. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi í 10 vikur, en saksóknari hefur samkvæmt lögum heimild til að halda mönnum í varðhaldi í 12 vikur áður en ákæra er gefin út.

Þegar mbl.is óskaði eftir upplýsingum frá embættinu um hvort gefin yrði út ákæra í dag var ekkert hægt að staðfesta um slíkt, en ljóst er að með því að fara fyrir héraðsdóm áður en gæsluvarðhaldinu er lokið má búast við einhverri ákvörðun frá saksóknara og dómstólum um áframhaldið í dag.

Þá er heldur ekki ljóst hver réttarstaða hinna grunuðu í málinu verður í framhaldinu, en öðrum þeirra sem hefur réttarstöðu grunaðs manns var sleppt og fór hann heim til Grænlands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert