„Við verðum að stoppa þetta“

Frá fundinum í dag.
Frá fundinum í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Ferðamönnum fjölgar meira til hinna Norðurlandanna en Íslands vegna kostnaðar við ferðalög til Íslands en um 50 prósent ódýrara er að bóka ferðalag til Skotlands en Íslands og ferðalög til Noregs eru um 40 prósent ódýrari.

Þetta kom fram í máli Ásbergs Jónssonar, stofnanda ferðaskrifstofunnar Nordic Visitor, sem selur ferðir til Norðurlandanna, á neyðarfundi sem Samtök ferðaþjónustunnar sem hófst klukkan 17 Hótel Söguvegna áforma stjórnvalda um að hækka virðisaukaskatt á greinina.

Ásberg sagði að ferðamannastraumurinn væri stöðugt að aukast til hinna Norðurlandanna, en heldur væri farið að hægja á fjölgun ferðamanna hingað til lands út af sterku gengi íslensku krónunnar. 

Gengju áform stjórnvalda eftir, að hækka ferðaþjónustuna úr 11 prósent virðisaukaskattsþrepi upp í 22,5 prósent líkt og kynnt var í gær, yrði ferðaþjónustan á Íslandi í næsthæsta virðisaukaskattþrepi heims á eftir Dönum þar sem ferðaþjónustan félli undir 25 prósenta virðisaukaskattþrepið.

„Þetta er galið og við verðum að stoppa þetta,“ sagði Ásberg og bætti við að Ísland væri með skattahækkununum að skjóta sig í báðar fætur. Hann sagði ferðaþjónustuna hafa skapað mörg góð störf á landsbyggðinni, og þá ekki síst fyrir konur sem hefðu átt erfiðara með að finna sér góð störf út á landi en karlar. 

Ásberg Jónsson, stofnandi Nordic Visitor.
Ásberg Jónsson, stofnandi Nordic Visitor. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert