Búist við stormi á Austurlandi

Vindaspáin klukkan þrjú í nótt.
Vindaspáin klukkan þrjú í nótt. Kort/Veðurstofa Íslands

Búist er við stormi (meira en 20 metrum á sekúndu) á Austfjörðum og Suðausturlandi í kvöld og nótt.

Þetta kemur fram í veðurviðvörun sem hefur verið birt á vef Veðurstofu Íslands. 

Þar er spáð norðan 8-15 metrum á sekúndu, en hægari vindi vestanlands. Víða léttskýjað sunnan heiða, annars dálítil él. Gengur í norðvestan 15-25 metra á sekúndu suðaustan- og austantil seint í kvöld. Lægir á morgun, styttir upp og léttir til.

Vestlæg eða breytileg átt 5-13 síðdegis. Frost um allt land í kvöld. Hlýnar smám saman á morgun, hiti 1 til 5 stig síðdegis á sunnanverðu landinu, en í kringum frostmark norðanlands.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert