Mikil spenna á skákmóti Gamma

Indverjinn Vidit Santosh Gujrati er í hópi efstu manna.
Indverjinn Vidit Santosh Gujrati er í hópi efstu manna.

Jafntefli urðu á fjórum efstu borðum á Gamma Reykjavíkurskákmótinu. Þau úrslit þýddu að allir með 4 vinninga gátu náð efstu mönnum að vinningum með því að vinna sínar skákir. Niðurstaðan er því að fjórtán skákmenn eru efstir og jafnir með 5 vinninga, þar á meðal allir stigahæstu menn mótsins, Giri, Andreikin, Almasi og Jobava.

Þetta kemur fram í tilkynningu mótshaldara.

Þar segir enn fremur, að Björn Þorfinnsson og Jóhann Hjartarson séu nú efstir Íslendinga með 4,5 vinning og stutt frá efstu mönnum. Björn lagði Guðmund Kjartansson og Jóhann lagði indverskan skákmann. Hinn ungi Vignir Vatnar náði ekki að fylgja á eftir góðum úrslitum í gær og tapaði gegn indverska stórmeistaranum Harika. Nokkur úrslit vöktu athygli en Akureyringurinn ungi Jón Kristinn Þorgeirsson vann t.a.m. góðan sigur á íranska alþjóðlega meistaranum Dorsa Derakhshani.

Mótið heldur áfram á morgun og hefst að þessu sinni …
Mótið heldur áfram á morgun og hefst að þessu sinni klukkan 17. Áhorfendur velkomnir og skákskýringar hefjast að jafnaði eftir tvo tíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert