Slasaðist í snjóflóði í Esjunni

Atvikið átti sér stað um klukkan 13 í dag.
Atvikið átti sér stað um klukkan 13 í dag. mbl.is/Eggert

Karlmaður slasaðist alvarlega þegar hann lenti í snjóflóði í Esjunni um klukkan 13 í dag. Maðurinn náði sjálfur að koma sér niður á göngustíg þar sem hann hitti aðra vegfarendur sem kölluðu eftir aðstoð. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sendi mannskap á vettvang og var maðurinn fluttur á slysadeild.

Sigurbjörn Guðmundsson, varðstjóri hjá SHS, segir í samtali við mbl.is að maðurinn hafi verið einn á ferð en vel búinn til klifurs. Atvikið átti sér stað skammt frá Rauðhóli, sem er vestur af Gunnlaugsskarði. Maðurinn var kominn hátt upp í geil, sem er fyrir ofan Rauðhól, þegar flóðið féll. Ekki liggur fyrir hversu umfangsmikið snjóflóðið var. 

Þegar útkallið barst vissu menn ekki að maðurinn hefði lent í sjónflóði. Ekki liggur fyrir hvað olli því að flóðið féll. Sigurbjörn segir að maðurinn hafi hlotið töluverða áverka, hlaut m.a. beinbrot, og var hann fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert