Stormur á Austfjörðum

Spáð er stormi á Austfjörðum og austantil á Suðausturlandi í …
Spáð er stormi á Austfjörðum og austantil á Suðausturlandi í kvöld og nótt. mbl.is/Rax

Búist er við norðvestan stormi (meira en 20 metrum á sekúndu) á Austfjörðum og austantil á Suðausturlandi í kvöld og nótt, með mjög snörpum vindhviðum við fjöll.

Veðurstofan spáir norðlægri átt, 8 til 13 metrum á sekúndu í dag. Dálítil él verða en þurrt og bjart veður á Suður- og Vesturlandi.

Gengur í norðvestan 15-23 metra á sekúndu suðaustan- og austantil þegar líður á kvöldið.

Á morgun lægir, styttir upp og léttir víða til. Vestlæg eða breytileg átt 5-13 metrar á sekúndu síðdegis.

Frost verður víða 0 til 6 stig, en hiti 0 til 5 stig að deginum sunnan heiða.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert