85 milljóna króna halli á LSH

Ársreikningur Landspítalans fyrir árið 2016 var kynntur á ársfundi sjúkrahússins …
Ársreikningur Landspítalans fyrir árið 2016 var kynntur á ársfundi sjúkrahússins í dag. mbl.is/Ómar Óskarsson

Á árinu 2016 var ársvelta Landspítalans um 63.686 milljónir króna. Tekjuhalli var á árinu þar sem rekstrargjöld voru 85 milljónir umfram rekstrartekjur og ríkisframlag. Þar sem Alþingi samþykkti í mars 2017 niðurfellingu uppsafnaðs halla frá fyrri árum, samtals 2.919 milljónir króna, er ójafnað eigið fé spítalans í árslok 2016 hið sama og rekstrarhalli ársins.

Þetta kemur fram í ársreikningi Landspítalans sem kynntur var á ársfundi sjúkrahússins í dag. 

Eigið fé spítalans er samtals 112 milljónir króna. Eignir spítalans nema 3.710 milljónum, en skuldir eru samtals 3.598 milljónir. Eftir niðurfellingu eldri halla nemur viðskiptakrafa Landspítala á ríkissjóð 819 milljónum króna í lok árs.

Á árinu 2016 störfuðu að meðaltali 5.136 starfsmenn á LSH í 3.954 stöðugildum en þau voru til samanburðar 3.739 á árinu 2015. Laun og launtengd gjöld námu rúmlega 43,5 milljörðum króna í fyrra.

Í ársreikningnum kemur fram að tekjur spítalans af eiginlegri heilbrigðisþjónustu til einstaklinga, annarra sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva, hækkuðu frá árinu 2015 um 12,5%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert