Sektaði rúmlega 100 bíla í Garðabæ

Svona ákvað einn ökumaður að leggja fyrir utan Ásgarð um …
Svona ákvað einn ökumaður að leggja fyrir utan Ásgarð um helgina. Af Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Lögregla sektaði yfir eitt hundrað ökutæki vegna ólöglegra lagninga fyrir utan Ásgarð í Garðabæ um helgina þar sem fram fór íþróttamót. Samkvæmt Facebook-færslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru lagningar ökutækja afar slæmar.

„Það sem var þó leiðinlegast var framkoma eigenda ökutækjanna við lögreglumenn, en margir töldu eðlilegt að leggja uppi á gangstéttum þar sem að íþróttamót væri í gangi,“ segir á Facebook-síðu lögreglunnar.

Bent er á að það að íþróttakappleikur fari fram, þýðir það ekki að leggja megi þvers og kruss, en lögreglan hefur haft sérstakt eftirlit með þessháttar uppákomum síðustu sumar og svo verður einnig í sumar.

„Ástæðan er einfaldlega sú að slæmar lagningar koma niður á þeim sem nota gangstéttir og kvarta þeir iðulega til lögreglu vegna þessa. Leggjum löglega og virðum rétt annarra til að fara um,“ segir á síðunni.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert