Þæfingsfærð og skafrenningur

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Friðrik Gunnar Kristjánsson

Þæfingsfærð og skafrenningur er á Möðrudalsöræfum en annars staðar á Austurlandi er hálka, hálkublettir og sums staðar skafrenningur. Mjög hvasst er austanlands. Vegir eru greiðfærir á Suðausturlandi en sums staðar hvasst, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Það er greiðfært um sunnanvert landið. Á Vesturlandi eru hálkublettir á Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Fróðárheiði og milli Hellisands og Ólafsvíkur en annað er autt.

Á Vestfjörðum eru sums staðar hálkublettir eða hálka á heiðum og hálsum en greiðfært að mestu á láglendi. Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði eru ófærar. Þæfingsfærð er norður í Árneshrepp.

Vegir á Norðurlandi vestra eru víðast auðir þótt hálkublettir séu á fáeinum köflum. Á Norðurlandi eystra er hálka, hálkublettir og sums staðar skafrenningur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert