Ákærður fyrir að gabba lögreglu

Þegar lögreglan kom á vettvang kom í ljós að maðurinn …
Þegar lögreglan kom á vettvang kom í ljós að maðurinn var ekki særður undir stýri eins og hann hafði lýst þegar hann hringdi í Neyðarlínuna. Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Karlmaður á sextugsaldri hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir gabb með því að hafa hringt í Neyðarlínuna og tilkynnt ranglega að hann væri slasaður og fastur undir stýri eftir umferðaróhapp. Óskaði hann eftir hjálp lögreglu og sjúkrabifreiðar, en þegar lögregla kom á staðinn gekk maðurinn til móts við lögreglumenn.

Er þetta talið varða við 120. grein almennra hegningarlaga þar sem lagt er bann við því að gabba lögreglumenn, brunalið, björgunarlið eða annað hjálparlið með því að kalla að ástæðulausu eftir hjálp. Varðar það sektum eða fangelsi allt að 3 mánuðum.

Þá er maðurinn einnig ákærður fyrir að hafa ekið undir áhrifum áfengis með 1,67 prómill af áfengi í blóðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert