Hætta við eða stytta ferðir

Hörð gagnrýni ferðaþjónustunnar, ekki síst minni fyrirtækja úti á landi, …
Hörð gagnrýni ferðaþjónustunnar, ekki síst minni fyrirtækja úti á landi, kemur fram í fjölmörgum umsögnum um fjármálaáætlun. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Síðdegis í gær höfðu 42 umsagnir um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára borist til fjárlaganefndar Alþingis, langflestar frá ferðaþjónustufyrirtækjum og einstaklingum.

Hörð gagnrýni kemur fram hjá ferðaþjónustufyrirtækjunum á þau áform sem fram koma í fjármálaáætluninni að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustu úr 11% í 22,5%. Bent er á að ferðaþjónustan á Íslandi sé í beinni samkeppni á heimsmarkaði. Með mikilli styrkingu íslensku krónunnar hafi tekjur ferðaþjónustunnar dregist mjög saman. Of lítill tími gefist til þess fyrir fyrirtækin að undirbúa slíka skattahækkun, því fyrirtækin þurfi a.m.k. að hafa tveggja ára aðlögunartíma.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur m.a. fram, að ferðaþjónustufyrirtæki úti á landi boða mörg að þau muni þurfa að loka fyrirtækjum sínum, eins og gistihúsum og hótelum, um 4-5 mánaða skeið, komi til skattahækkunarinnar, vegna þess að bókanir muni og séu að dragast svo mikið saman, að ekki svari kostnaði að halda fyrirtækjunum gangandi allan ársins hring.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert