Krapi á Fróðárheiði

Vegir eru greiðfærir á Suðurlandi en á Vesturlandi er hálka eða hálkublettir á nokkrum fjallvegum og  krapi á Fróðárheiði.

Á Vestfjörðum eru sumstaðar hálkublettir á heiðum og hálsum en greiðfært að mestu á láglendi. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Hálfdán og þungfært er á Steingrímsfjarðarheiði eftir nóttina. Hálka er á Hrafnseyrarheiði en Dynjandisheiði er enn ófær. Snjóþekja er norður í Árneshrepp.

Vegir á Norðurlandi eru víðast auðir en þó eru hálkublettir á nokkrum fjallvegum og snjóþekja á Dettifossvegi.

Greiðfært er að mestu á Austur- og Suðausturlandi en hálkublettir eru á Háreksstaðaleið og Fjarðarheiði, segir á vef Vegagerðarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert