Löggæslukostnaðurinn felldur niður

Hið árlega Síldarævintýri á Siglufirði fór fram síðasta sumar.
Hið árlega Síldarævintýri á Siglufirði fór fram síðasta sumar.

Löggæslukostnaður sem lögreglan á Norðurlandi eystra innheimti vegna Síldarævintýrisins á Siglufirði, sem haldið var síðasta sumar, hefur verið felldur niður af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu.

Fréttir mbl.is:
Verður ævintýrið haldið í óleyfi?
Gjaldtaka lögreglu sögð í bága við lög

Síðasta sumar leit allt út fyrir að hátíðin myndi hefjast þrátt fyrir að lögreglan hefði ekki gefið henni jákvæða umsögn fyrir sýslumanni. Slík um­sögn er for­senda útgáfu skemmtana­leyf­is.

Gunn­ar Birg­is­son, bæj­ar­stjóri Fjalla­byggðar, sagði í samtali við mbl.is að bæ­rinn hefði, lög­um sam­kvæmt, sótt um tæki­færis­leyfi hjá sýslu­manni.

„Hann sendi síðan málið til um­sagn­ar lög­reglu­stjór­ans á Norður­landi eystra, sem nú hef­ur gefið nei­kvæða um­sögn. Fyr­ir já­kvæðri um­sögn set­ur hann það skil­yrði að bær­inn borgi lög­gæslu­skatt upp á 180 þúsund krón­ur,“ sagði Gunn­ar og bæt­ti við að bær­inn hefði hafnað því þar sem ekki lægi fyr­ir laga­stoð fyr­ir slíkri gjald­heimtu.

„Það toppaði svo allt sam­an þegar aðstoðarlög­reglu­stjór­inn á Norður­landi eystra hringdi í deild­ar­stjór­ann okk­ar og hótaði að hann myndi loka á hátíðina.“

Úrskurðurinn yrði leiðbeinandi

Svo fór að samkomulag náðist um að fresta innheimtu gjaldsins þar til ráðuneytið myndi úrskurða um lögmæti hennar.

Daní­el Guðjóns­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á Ak­ur­eyri, sagðist þá von­ast til að úr­sk­urður ráðuneytisins yrði leiðbein­andi fyr­ir bæj­ar­hátíðir í land­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert