Vonarland víkur fyrir nýbyggingum

Byrjað er að fjarlægja hávaxin tré við Vonarland. Þar bjó …
Byrjað er að fjarlægja hávaxin tré við Vonarland. Þar bjó lengi Ingvar Helgason stórkaupmaður og rak heildverslun og bílaumboð. mbl.is/RAX

Framkvæmdir eru að hefjast við byggingu tveggja fjölbýlishúsa á lóðunum við Sogaveg 73-77. Byrjað er að fella tré og verða tvö hús, Vonarland og Vonarland II, sem þar standa, rifin til að rýma fyrir nýju húsunum.

Hávaxin greniré á norður- og austurmörkum lóðanna munu standa áfram og því mun ásýndin frá Miklubraut ekki breytast. Einnig verður reynt að varðveita gróðurinn á lóðunum sem framast er unnt til að ásýnd breytist sem minnst og notagildi gróðursins sem vörn gegn svifryki og hávaða skerðist ekki, að því er segir í deiliskipulagstillögu.

Margir þekkja húsin að Vonarlandi við Sogaveg. Þar bjó lengi Ingvar Helgason stórkaupmaður og rak heildverslun og bílaumboð á árum áður, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert