Metrinn kostar milljón

Lárus Kjartansson í stiganum nýja og ekkert vantar uppá að …
Lárus Kjartansson í stiganum nýja og ekkert vantar uppá að útsýnið úr tröppunum er alveg frábært. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Iðnaðarmenn leggja nú lokahönd á uppsetningu nýja stigans á milli þjónustumiðstöðvar og neðra bílaplansins við Gullfoss.

Verið er að skrúfa saman tröppur og trépalla í stiganum sem er 90 metra langur og fjórir metrar á breidd, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

„Þetta er allt að smella saman. Ég vona að við getum opnað fyrir umferð fljótlega eftir næstu helgi,“ segir Lárus Kjartansson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, sem stendur vaktina við Gullfoss og á fleiri nærliggjandi svæðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert