Íslenska skyrið selst stöðugt betur

Ísey er vörumerki fyrir skyr erlendis.
Ísey er vörumerki fyrir skyr erlendis.

Skyr frá MS er nú selt í um 400 verslunum í Englandi og á Írlandi, það er að segja verslunum Waitrose og Costco. Það er sami fjöldi verslana og í byrjun síðasta árs.

Salan hefur hins vegar meira en tvöfaldast frá fyrstu þremur mánuðunum í fyrra til sama tíma í ár. Þessi söluþróun er umfram áætlanir fyrirtækisins.

Sama er að segja um Svisslandsmarkað. Þar varð 80% aukning á sama tímabili og er skyrið komið inn í 700 verslanir þar, að því er fram kemur í umfjöllun um útrás skyrsins í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert