Sópa og þvo götur í borginni

Háþrýstiþvottur á götu.
Háþrýstiþvottur á götu. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Hreinsun á húsagötum hófst nú í vikunni en stefnt er að því að ljúka sópun og þvotti á húsagötum í byrjun júní. Byrjað er með forsópun og nokkrum dögum síðar verður sópað og þvegið.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar.

Haft er eftir Birni Ingvarssyni, sem stýrir þjónustumiðstöð borgarlandsins, að þegar komi að þvotti húsagatna reyni á að íbúar sýni lipurð og vinni með borginni og færi bíla sína úr almennum bílastæðum við götuna. Íbúar verða látnir vita með dreifibréfi og skiltum.

Fjölförnustu leiðirnar voru hreinsaðar fyrst.

Nánar á heimasíðu Reykjavíkurborgar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert