Tólf vilja verða ráðuneytisstjóri

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra.
Sigríður Andersen dómsmálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tólf umsóknir bárust um embætti ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytis sem auglýst var laust til umsóknar 10. apríl í kjölfar þess að samþykkt var á Alþingi að skipta innanríkisráðuneytinu í annars vegar ráðuneyti dómsmála og hins vegar ráðuneyti samgöngu- og sveitarstjórnarmála.

Fram kemur í fréttatilkynningu að Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hafi skipað þriggja manna nefnd til þess að meta hæfni umsækjenda í samræmi við lög um Stjórnarráð Íslands.

Umsækjendur um embættið eru:

Birna Arnardóttir, nemi
Dís Sigurgeirsdóttir, sérfræðingur á Financial Mechanism Office hjá EFTA
Gunnhildur Gunnarsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Íbúðalánasjóðs
Haukur Guðmundsson, lögmaður
Hildur Dungal, lögfræðingur í innanríkisráðuneytinu
Kári Guðmundsson, nemi
Kristín Haraldsdóttir, lektor við HR
Óli Ásgeir Hermannsson, yfirlögfræðingur hjá Landhelgisgæslu Íslands
Ólöf Finnsdóttir, framkvæmdastjóri dómstólaráðs
Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu
Veturliði Þór Stefánsson, sendiráðunautur í sendiráði Íslands í Kaupmannahöfn
Þórunn Júníana Hafstein, skrifstofustjóri í innanríkisráðuneytinu

Nefndina sem meta á hæfni umsækjenda skipa: Ágústa Hlín Gústafsdóttir, sérfræðingur í mannauðsmálum hjá Vexti ráðgjöf, Guðrún Jenný Jónsdóttir, deildarstjóri hjá ríkisskattstjóra, og Haukur Örn Birgisson, hæstaréttarlögmaður hjá Íslensku lögfræðistofunni, sem jafnframt verður formaður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert