Marel í sókn í Eyjaálfu á síðustu árum

Jonathan Rankin er framkvæmdastjóri Marels í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi. …
Jonathan Rankin er framkvæmdastjóri Marels í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi. Hann segir mikil sóknarfæri fyrir Marel í Eyjaálfu. Vörulager mbl.is/Baldur

Marel hefur styrkt stöðu sína í Eyjaálfu á síðustu árum og er félagið nú orðið leiðandi á nokkrum sviðum í sölu til matvælageirans. Til dæmis er hlutdeild félagsins í laxi nú um 80%.

Jonathan Rankin, framkvæmdastjóri Marels í Eyjaálfu, segir umsvif félagsins hafa aukist mikið. Félagið sé nú með yfir 50 starfsmenn í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi, sem sé mikil fjölgun á fáum árum.

Rankin segir stöðu Marels í sölu til sjávarútvegs syðra orðna mjög sterka. Þá hafi hlutdeild Marels í sölu til kjúklingabúa farið vaxandi, að því er fram kemur í umfjöllun um stöðu Marels í Eyjaálfu í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert