Svikamylla svíkur hlaupara

Erlendir ferðamenn við Víkurfjöru í Mýrdal.
Erlendir ferðamenn við Víkurfjöru í Mýrdal. mbl.is/Ómar

Ekkert hefur enn náðst í skipuleggjendur maraþonhlaups sem hefur verið auglýst og rukkað fyrir í gegnum síðuna Alpine High Events sem átti að fara fram í júlí í Vík í Mýrdal. Þátttakendur sem höfðu skráð sig í gegnum fyrirtækið EventBride, sem annaðist sölu á viðburðinn, hafa þó fengið endurgreitt.

Eigendur EventBride hafa heldur ekki náð í forsvarsmenn Alpine High Events og tekið viðburðinn úr sölu. „Þeir hafa að öllum líkindum tekið kostnaðinn á sig,“ segir Gumundur Kristinsson eig­andi vefsíðunn­ar runninginiceland.com. Er­lend­ir hlaup­ar­ar sem höfðu skráð sig til leiks höfðu sett sig í sam­band við Guðmund og lýst áhyggjum sínum af því að hlaupið væri mögulega svikamylla. 

Fyrir stuttu var viðburðinum seinkað fram á næsta ár eða til 7. júlí árið 2018 á heimasíðunni. Þeim sem höfðu skráð sig var ekki tilkynnt um þessar breytingar frekar en nokkuð annað frá forsvarsmönnum hlaupsins sem bendir til þess að um svikamyllu sé að ræða.    

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert