79 neikvæðar umsagnir

Skólameistari Flensborgarskólans í Hafnarfirði mótmælir undirfjármögnun framhaldsskólanna.
Skólameistari Flensborgarskólans í Hafnarfirði mótmælir undirfjármögnun framhaldsskólanna. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Nú þegar hafa 79 umsagnir borist nefndasviði Alþingis um þingsályktunartillögu fjármálaráðherra um fjármálaáætlun fyrir árin 2018 til 2022. Flestar eru neikvæðar.

Allmargar umsagnir hafa borist frá stofnunum ríkisins sem telja að það vanti upp á fjárveitingar til reksturs þeirra. Meðal þeirra er Landspítalinn sem telur sig vanta 10 milljarða til viðbótar á næsta ári, að því er fram kemur í umfjöllun um umsagnirnar í Morgunblaðinu í dag.

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu benda á að ekki er gert ráð fyrir framlagi ríkisins til borgarlínu og telur þurfa 25-30 milljarða. „Það er nógu gljúp mýrin sem stjórnendur skólanna standa í og reyna að fóta sig. Þessu er ekki á það bætandi,“ segir skólameistari Flensborgarskólans í Hafnarfirði þegar hann mótmælir undirfjármögnun framhaldsskólanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert