Búið að ákveða gjaldtöku við Seljalandsfoss

Ferðamenn við Seljalandsfoss.
Ferðamenn við Seljalandsfoss.

Ákveðið hefur verið að ganga til samninga við fyrirtækið Bergrisa ehf. um gjaldtöku við Seljalandsfoss á Suðurlandi í samræmi við ákvörðun fundar sem haldinn var með landeigendum og fulltrúum sveitarstjórnar.

Samningurinn gildir til eins árs, en lengi hefur staðið til að taka upp gjaldtöku á nýjum bílastæðum við fossinn.

„Við erum ekki búin að skrifa undir, en það stendur hins vegar til að gera samning við Bergrisa,“ segir Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra, en félagið hefur m.a. gert samning um uppsetningu stöðumæla á Þingvöllum í tengslum við gjaldtöku þar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert