Hróplegt ósamræmi í frásögn Olsens

Thomas Møller Olsen verður í gæsluvarðhaldi til 23. maí.
Thomas Møller Olsen verður í gæsluvarðhaldi til 23. maí. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ákæruvaldið telur frásögn Thomas Møller Olsen, sem grunaður er um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana að morgni sunnudagsins 15. janúar sl. vera í hróplegu ósamræmi við sönnunargögn í málinu. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði héraðsdóms Reykjaness sem kveðinn var upp í síðustu viku.

Olsen hefur lítið tjáð sig frá fyrstu yfirheyrslu yfir honum þann 18. janúar en þá hélt hann því fram að hann hefði tekið tvær stúlkur upp í bílaleigubíl en ekki eina. Hann segist í sömu yfirheyrslu ekki geta skýrt hvers vegna ökuskirteini Birnu fannst um borð í skipinu Polar Nanoq og fingraför hans á skírteininu.

Í gæsluvarðhaldsúrskurði 2. mars kemur fram að við sömu yfirheyrslu, 18. janúar, sagðist Olsen hafa lagt sig í bifreiðinni á bílastæði hjá Tjarnarvöllum í Hafnarfirði áður en hann kom aftur að Hafnarfjarðarhöfn um klukkan 11 en bifreiðin sést aldrei í mynd á öryggismyndavélum nálægt bílastæðinu. Hins vegar liggja fyrir gögn um að hann keypti hreinsivörur kl. 10:30 í Krónunni í Hafnarfirði þennan morgun. Hann sést síðan á öryggismyndavélum þrífa aftursætið í bílnum milli kl. 12:46 og 13:25.

Sterk sönnungargögn lögreglu

Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum frá 25. apríl kemur fram að mikið af blóði úr Birnu hafi fundist í bílaleigubílnum, á úlpu Olsens og á öðrum fötum hans. Þekjufrumur úr Olsen og Birnu fundust á skóm hennar við höfnina.

Olsen sést á eftirlitsmyndavél við höfnina stöðva bílinn og færa sig aftur í farþegasætið þar sem hann dvaldi í 50 mínútur. Telur ákæruvaldið að hann hafi á þeim tíma slegið Birnu ítrekað í andlitið, tekið hana kverkataki og hert kröftuglega að hálsi hennar áður en henni var varpað í sjóinn á óþekktum stað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert