Kallar á fækkun lögreglumanna

Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins.
Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Verði tillaga til þingsályktunar um fjármálaætlun sem nú liggur fyrir Alþingi samþykkt mun það þýða að fækka þarf um 6-8 stöðugildi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu strax á næsta ári til að mæta 90 milljóna aðhaldskröfu. Þetta kemur fram í umsögn um tillöguna sem undirrituð er af Sigríði Björk Guðjónsdóttur lögreglustjóra og var send nefndarsviði Alþingis í gær.

Á vef Alþingis er umsögnin birt, en þar segir að í kafla frumvarpsins um aðhaldsforsendur komi fram að gengið sé út frá 2% veltutengdu aðhaldi á árinu 2018. Þá sé gert ráð fyrir árlegum aðhaldsmarkmiðum. „Miðað við veltu embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu má því reikna með að fækka þurfi um 6-8 stöðugildi lögreglumanna strax á næsta ári,“ segir í umsögninni.

Þá er þessi aðhaldskrafa sögð úr takti við fullyrðingar í frumvarpinu að fjármögnun löggæsluáætlunar sé tryggð. Bent er á að í frumvarpinu sé meðal annars ekki minnst á að lögreglumönnum verði fækkað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert