Rigning, snjókoma og lélegt skyggni

Spáð er talsverðri rigningu á Suðausturlandi í dag. Búist er við snjókomu og lélegu skyggni um tíma suðvestanlands seint í dag, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands.

„Suðaustanátt, víða 13-18 m/s og rigning, en úrkomulítið norðanlands. Búast má við slyddu eða snjókomu um tíma suðvestan til á landinu seint í dag. Suðaustan 8-15 m/s og skúrir eða slydduél á morgun. Hægari vindur og bjartviðri á Vestfjörðum og Norðurlandi. Hiti yfirleitt 3 til 10 stig yfir daginn, mildast fyrir norðan. Á sunnudag er útlit fyrir austanátt með súld eða rigningu, en þurru veðri norðanlands. Heldur hlýnandi veður,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands.

Spáin er suðaustanátt, víða 13-18 m/s og rigning eða slydda, en úrkomulítið N-lands. Hægari vindur SV-til seint í dag og slydda eða snjókoma um tíma.
Suðaustan 8-15 á morgun. Bjartviðri á Vestfjörðum og N-landi, annars skúrir eða slydduél. Hiti yfirleitt 3 til 10 stig, hlýjast norðan heiða.

Á laugardag:

Suðaustan 8-15 m/s og skúrir eða slydduél, en þurrt og bjart veður á Vestfjörðum og N-landi. Hiti 3 til 10 stig.

Á sunnudag:
Austan 8-15 m/s og súld eða rigning, en yfirleitt þurrt N-til á landinu. Heldur hlýnandi.

Á mánudag:
Austanátt, skýjað með köflum og smáskúrir á SA- og A-landi. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast V-lands.

Á þriðjudag og miðvikudag:
Suðaustanátt og súld eða rigning öðru hverju, en þurrt veður og bjart með köflum N- og NA-lands. Hlýtt í veðri, einkum á N-landi.

Á fimmtudag:
Víða þurrt og bjart veður, en þokuloft við sjávarsíðuna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert