Áhyggjur af erlendu verkafólki

Ingibjörg Ósk Birgisdóttir er 2. varaforseti ASÍ.
Ingibjörg Ósk Birgisdóttir er 2. varaforseti ASÍ. mblis/Sigurður Bogi Sævarsson

„Ég hef miklar áhyggjur af stöðu erlends vinnuafls. Hingað kemur fjöldi fólks sem er í neyð eða hefur komið hingað af ævintýraþrá og er svo hér á landi í erfiðri stöðu.“

Þetta segir Ingibjörg Ósk Birgisdóttir, 2. varaforseti ASÍ. Verkalýðshreyfingin beinir sjónum sínum meðal annars að stöðu erlends verkafólks í dag, á alþjóðlegum baráttudegi verkafólks.

Hátíðahöld eru í tilefni dagsins víða um land. Í Reykjavík er safnast saman á Hlemmi klukkan 13 og gengið undir forystu lúðrasveitar í miðbæinn. Útifundur verkalýðsfélaganna hefst á Ingólfstorgi kl. 14.10. Á sama tíma stendur óformlegur hópur fólks sem nefnir sig Endurreisn verkalýðshreyfingarinnar fyrir útifundi á Austurvelli, að því er fram kemur í umfjöllun um hátíðarhöld dagsins í Morgunblaðinu í dag.

Kröfuganga á 1. maí á Akureyri.
Kröfuganga á 1. maí á Akureyri. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert