Markmiðið öflugri heilsugæsla

Heimilislæknar eru almennt taldir fagna breytingunum.
Heimilislæknar eru almennt taldir fagna breytingunum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nichole Leigh Mosty, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir að rökin á bak við nýja tilvísunarkerfið fyrir börn í heilbrigðiskerfinu sé að efla heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað í heilbrigðiskerfinu.

Tilvísunarkerfið sem tekur gildi í dag veldur því að börn þurfi tilvísun frá heilsugæslu eða heimilislækni á sérfræðing og greiða í kjölfarið ekkert fyrir komuna til sérgreinalæknis.

„Þetta er til að skipuleggja heilbrigðisþjónustuna betur og hafa hana skilvirkari fyrir sjúklinga,“ segir Nichole í Morgunblaðinu í dag. „Í fjármálaáætlun 2017 var lagt mikið fé í að efla heilsugæsluna. Þetta er auðvitað ekki verkefni sem verður leyst á einum degi. Við þurfum að vinna saman og búa til kerfi sem virkar fyrir almenning en ekki láta almenning hlaupa á eftir kerfinu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert