Orkuöryggi mun aukast

Rafmagnið fer oft af þorpunum á Snæfellsnesi.
Rafmagnið fer oft af þorpunum á Snæfellsnesi. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Afhendingaröryggi raforku á Snæfellsnesi mun aukast til muna þegar jarðstrengur hefur verið lagður á milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur.

Landsnet hefur samið við Steypustöð Skagafjarðar um lagningu jarðstrengsins með viðeigandi greftri, slóðagerð og frágangsvinnu. Samningsfjárhæðin er rétt rúmar 500 milljónir kr., að virðisaukaskatti meðtöldum, samkvæmt upplýsingum Landsnets.

Rafmagnstruflanir með tilheyrandi straumleysi hafa verið tíðar á Snæfellsnesi undanfarin ár. Loftlínan á milli Ólafsvíkur og Grundarfjarðar liggur um veðurfarslega erfitt svæði. Þess vegna var jarðstrengur talinn betri kostur en ný loftlína.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert