Sett í óþolandi stöðu

Í skólanum. Prófin illa undirbúin.
Í skólanum. Prófin illa undirbúin. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Skólastjóri Garðaskóla segir að Menntamálastofnun hafi gert of mörg mistök við undirbúning, birtingu og úrvinnslu samræmdra könnunarprófa í 9. og 10. bekk grunnskóla. Það hafi valdið foreldrum og starfsfólki skólanna kvíða og erfiðleikum.

„Ákvarðanir eru teknar og settar í framkvæmd áður en þær eru framkvæmanlegar,“ segir skólastjórinn, Brynhildur Sigurðardóttir, og heldur áfram: „Starfsfólk skólanna er sett í þá óþolandi stöðu að þurfa að útskýra útkomu samræmdra könnunarprófa þar sem birtingarmynd niðurstaðna er annaðhvort röng eða óskiljanleg, auk seinagangs stofnunarinnar við undirbúning prófanna.“

Brynhildur hefur lýst yfir vantrausti á Menntamálastofnun. Hún tekur fram í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag, að margt gott fólk vinni gott starf hjá Menntamálastofnun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert