193 óku of hratt á Vesturlandsvegi

Brot 193 ökumanna voru mynduð á Vesturlandsvegi í Reykjavík á föstudag en lögregla fylgdist með ökutækjum sem var ekið Vesturlandsveg í vesturátt, á móts við Vínlandsleið 2-4.

Á vef lögreglunnar kemur fram að á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 1.353 ökutæki þessa akstursleið og því óku margir ökumenn, eða 14%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 94 km/klst en þarna er 80 km hámarkshraði. Tuttugu óku á 100 km hraða eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 106.

Brot 52 ökumanna voru mynduð á Suðurlandsbraut í Reykjavík á fimmtudag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Suðurlandsbraut í vesturátt, á móts við Suðurlandsbraut 26. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 680 ökutæki þessa akstursleið og því óku allnokkrir ökumenn, eða 8%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 74 km/klst en þarna er 60 km hámarkshraði. Sjö óku á 80 km hraða eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 88.

Brot 13 ökumanna voru mynduð á Þingvallavegi á föstudag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Þingvallaveg í austurátt, á móts við Reykjahlíð í Mosfellsdal. Á einni klukkustund, fyrir hádegi, fóru 178 ökutæki þessa akstursleið og því óku nokkrir ökumenn, eða 7%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 82 km/klst en þarna er 70 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 88.

Brot 29 ökumanna voru mynduð á Suðurlandsvegi á fimmtudag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Suðurlandsveg í austurátt, á Sandskeiði. Á einni klukkustund, fyrir hádegi, fóru 357 ökutæki þessa akstursleið og því óku allnokkrir ökumenn, eða 8%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 103 km/klst en þarna er 90 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 115.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert