1.400 lamba er vænst í vor

Bændurnir á Stóru-Giljá, Sigurður Erlendsson og Þóra Sverrisdóttir, og Sverrir …
Bændurnir á Stóru-Giljá, Sigurður Erlendsson og Þóra Sverrisdóttir, og Sverrir Helgi, sonur þeirra, með nýfædd lömb. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Sauðburðurinn er talsverð törn, en þetta er líka skemmtilegt. Þetta krefst stöðugrar viðveru og að mörgu er að hyggja þegar koma kannski hundrað lömb á dag,“ segir Þóra Sverrisdóttir á Stóru-Giljá í Austur-Húnavatnssýslu.

Þóra og Sigurður Erlendsson, eiginmaður hennar, eru með eitt af stærri sauðfjárbúum landsins og ærnar sem bera í vor eru 740 talsins. Veturgamlar gimbrar voru ekki látnar bera að þessu sinni. Lömbin eftir sauðburð vorsins á bænum ættu því að verða á bilinu 1.300 til 1.400, en í gær var talan hins vegar komin í rúmlega 500.

Sauðburður í sveitum landsins er langt kominn, þótt slíkt sé misjafnt frá bæ til bæjar. Á Stóru-Giljá báru fyrstu ærnar 14. maí og þar lýkur burði í kringum mánaðamótin, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert