Of dýrt að leigja erlenda ferju

Áformað var að Herjólfur kæmi aftur inn í áætlun 21. …
Áformað var að Herjólfur kæmi aftur inn í áætlun 21. maí en það frestast til 26. maí þar sem viðgerð tók lengri tíma en áætlað var. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Vegagerðin telur að of dýrt hefði verið að leigja bílferju frá útlöndum til að leysa Vestmannaeyjaferjuna Herjólf af á meðan hann er í slipp. Þá sé ekki endilega víst að slíkar ferjur gætu siglt bæði í Landeyjahöfn og til Þorlákshafnar.

Í samningum Vegagerðarinnar við Eimskip er kveðið á um að Vegagerðin leigi skip til afleysinga þegar Herjólfur þarf að fara í slipp. Núna er Breiðafjarðarferjan Baldur notuð en hún er í eigu Eimskips.

Baldur er talsvert minna skip og hefur auk þess ekki leyfi til að sigla til Þorlákshafnar þegar ófært er í Landeyjahöfn. Það olli erfiðleikum fyrst eftir að Herjólfur sigldi af stað til Danmerkur, vegna óveðurs sem gekk yfir landið, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert