„Þefa uppi“ fíkniefnaleifar í skólplögnum

Jón Guðni Kristinsson hefur langa reynslu af notkun þjarka sem …
Jón Guðni Kristinsson hefur langa reynslu af notkun þjarka sem fara um lagnakerfi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslenska fyrirtækið JGK Tech - Pipeferret (pipeferret.is) tekur þátt í hönnun búnaðar sem ætlað er að þefa uppi ólöglega framleiðslu á amfetamíni, MDMA og fleiri fíkniefnum.

Auk Pipeferret taka þátt í Evrópuverkefninu fimm háskólar í Belgíu, Frakklandi, Hollandi, Póllandi og Þýskalandi, rannsóknastofur lögreglu í Póllandi og Þýskalandi, þýskur nýsköpunarsjóður og tvö hátæknifyrirtæki í Póllandi og Svíþjóð.

Þróunarverkefnið, sem er upp á 5,5 milljónir evra (617 milljónir króna), á að taka um þrjú ár og er það nú statt á miðri leið, að sögn Jóns Guðna Kristinssonar, framkvæmdastjóra JGK Tech - Pipeferret. Fyrirtæki hans kemur að þróun vélræna hlutans, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert