Unnið á fernum vígstöðvum

Mjölhús Vinnslustöðvarinnar tekur á sig mynd.
Mjölhús Vinnslustöðvarinnar tekur á sig mynd. Ljósmynd VSV/Addi í London.

Miklar framkvæmdir standa nú yfir á vegum Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum. Unnið er á fernum vígstöðvum í Eyjum og eru verklok áætluð í sumar.

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson framkvæmdastjóri áætlar að fyrirtækið fjárfesti og framkvæmi í búnaði og skipum fyrir hátt í átta milljarða á þremur árum. Nýr ísfisktogari fyrirtækisins, Breki, er væntanlegur síðsumars eða í haust, en smíði skipsins er langt komin i Kína.

Verkefnin sem nú er unnið að á vegum VSV eru stækkun frystigeymslunnar á Eiði, smíði nýs mjölhúss og viðbyggingar, umfangsmiklar breytingar vegna nýrrar flokkunarstöðvar fyrir uppsjávarfisk og uppsetning þriðja pökkunarkerfisins í nýja uppsjávarfrystihúsinu svo afköst aukast þar verulega.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert