Leiðréttir laun afturvirkt um 17 mánuði

Laun forstjóra Landsnets voru hækkuð afturvirkt fyrir síðasta ár.
Laun forstjóra Landsnets voru hækkuð afturvirkt fyrir síðasta ár. mynd/Landsnet

Kjararáð hefur leiðrétt laun forstjóra Umhverfisstofnunar og orkumálastjóra 17 mánuði aftur í tímann, eða frá 1. janúar á síðasta ári. Þá leiðrétti ráðið laun forstjóra Landsnets rúmt ár aftur í tímann á fundi sínum í síðustu viku og úrskurðaði um laun framkvæmdastjóra Íslandssjóða.

Verða laun Orkustjóra  og forstjóra Umhverfisstofnunnar eftir leiðréttinguna rúmar 1,3 milljónir með yfirvinnu frá 1. janúar 2016 og laun forstjóra Landsnets verða tæpar 1,6 milljónir með yfirvinnu frá og með 1. maí á síðasta ári. Ekki er gefið upp hver laun forstjóranna voru fyrir úrskurð Kjararáðs. Laun framkvæmdastjóraÍslandssjóða verða 1,5 milljón með fastri yfirvinnu.

Í úrskurði kjararáðs kemur fram að það hafi haft laun orkumálastjóra til skoðunar um nokkurt skeið og hafi það t.a.m. sent fjármálaráðuneytinu erindi þess efnis í júlí 2015. Í bréfi sem Orkumálastjóri sendi Kjararáði í ágúst 2015 segir að breyttar aðstæður kalli á „verulega leiðréttingu starfskjara.“ Orkustofnun sé ekki lengur ráðgefandi, heldur tæki hún ábyrgð á viðamiklum og krefjandi stjórnsýsluverkefnum og voru eftirlit með olíu og gasi, sem og hugsanlegri vinnslu nefnd í þessu samhengi. Verkefni stofnunarinnar varði mikla hagsmuni og séu mikilvæg fyrir afkomu þjóðarbúsins.

Forstjóri Umhverfisstofnunnar óskaði einnig eftir endurmati á launum sínum með hliðsjón af aukinni ábyrgð, sem fylgdi auknum verkefnum stofnunarinnar frá því að kjör forstjórans voru síðast ákveðin fyrir tíu árum. Tók Umhverfis og auðlindaráðuneytið undir þessi sjónarmið í bréfi til kjararáðs í apríl á síðasta ári.

Þá óskaði Stjórn Landsnets eftir því í apríl í fyrra að kjararáð endurskoðaði laun forstjórans. Breytingar á raforkulögum hefðu haft í för með sér verulega viðbót við starfskyldur forstjórans og aukið vinnuálag hans umtalsvert, en hagsmunaaðilar vilji hafa bein samskipti við stjórnendur fyrirtækisins. Laun forstjórans ættu að vera í samræmi við ábyrgð, starfsskyldur, vinnuframlag og árangur í starfi.    

Forstjóri Landsnet sendi kjararáði einnig bréf þar sem hann benti á að Landsnet væri með stærri fyrirtækjum landsins og breytingar á lagaumhverfi þess hafi aukið verulega álag á stjórnendur, ekki síst forstjórans sem leiða þurfi samskiptin við fjölmarga aðila.

Kjararáð úrskurðaði þá einnig um laun framkvæmdastjóra Íslandssjóða. Íslands­sjóðir heyra undir Íslands­banka, en bankinn komst eigu ríkisins á síðasta ári. Úrskurðaði ráðið að fram­kvæmda­stjór­inn fái rúma  milljón í mánaðarlaun, auk tæplega 500.000 kr. greiðslu í fasta yfirvinnu.

Er úrskurðurinn sagður vera til sam­ræmis við launa­kjör ann­arra for­stöðu­manna fjár­mála­stofn­ana sem heyra undir kjara­ráð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert