Tíundi fundurinn á föstudag

Frá Landspítalanum. Tíundi fundur Læknafélags Íslands og samninganefndar ríkisins verður …
Frá Landspítalanum. Tíundi fundur Læknafélags Íslands og samninganefndar ríkisins verður á föstudaginn. mbl.is/Golli

Tíundi fundur Læknafélags Íslands með samninganefnd ríkisins verður haldinn á föstudaginn. „Þetta mál hefur ekki farið til sáttasemjara og það segir ákveðna sögu. Við höfum ákveðið að funda með ríkinu og þeir með okkur,“ segir Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands.

Síðasti fundur var haldinn í gær og vill Þorbjörn ekki tjá sig um hvernig hann gekk.

Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands.
Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands.

Ellefti fundurinn í röðinni er svo fyrirhugaður á miðvikudaginn í næstu viku.

„Við viljum semja sem fyrst. Við áttum í erfiðri deilu síðast og ég get fullyrt um að læknar hafa ekki áhuga á því að komast í slík spor aftur,“ segir Þorbjörn.

Á tólfta hundrað lækna er í Læknafélagi Íslands. Þar af eru 100 skurðlæknar, en kjarasamningur þeirra rennur út í ágúst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert