Ær og lömb krubbuð í krubbur

Gísli Pálsson, bóndi á Aðalbóli, ásamt barnabarni bróður síns, Úlfi …
Gísli Pálsson, bóndi á Aðalbóli, ásamt barnabarni bróður síns, Úlfi Pálmasyni, ber saman vorbókina og merkin. mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson

Starfið er margt hjá bændum á sauðfjárbúum þar sem sauðburður er víðast langt kominn. Fjárhús eru víða full af nýlega bornum ám sem eru samviskusamlega krubbaðar sundur ein og tvær í krubbu eftir aldri lambanna.

Eru ærnar ásamt lömbum sínum þannig settar í smástíur, eða krubbur, ef lömb eru vanin undir ærnar, enda þarf að passa að þær taki við lömbunum og að aðrar ær steli lömbunum ekki frá þeim.

Það var í mörg horn að líta hjá Gísla Pálssyni, bónda á Aðalbóli í Hrafnkelsdal, þegar fréttaritari mbl.is leit við í fjárhúsunum. Var Gísli að marka lömb og naut aðstoðar ungs frænda síns, Úlfs Pálmasonar, sem finnur rétt merki í lömbin og tínir til eftir þörfum, en hvert lamb þarf að fá sitt sérstaka númer til að sjáist hvaða á það tilheyrir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert