Costco lækkar olíuverð

Verð á díselolíu hefur nú lækkað úr 164,9 krónum niður …
Verð á díselolíu hefur nú lækkað úr 164,9 krónum niður í 161,9 krónur hjá Costco. mbl.is/Ófeigur

Lítrinn á díselolíu hjá Costco hefur lækkað úr 164,9 krónum niður í 161,9 krónur. Brett Vig­elskas, fram­kvæmda­stjóri Costco á Íslandi, staðfestir að verðið hafi lækkað um þrjár krónur.

Er verðið töluvert lægra en hjá íslensku olíufélögunum. Sam­kvæmt síðunni bens­in­verd.is er lítr­inn hjá ís­lensku olíu­fé­lög­un­um af díselolíu ódýr­ast­ur hjá sér­stök­um X-stöðvum Ork­unn­ar eða í 170,6 krónum, sem er 8,7 krónum hærra en hjá Costco.

Lítrinn af bensíni hjá Costco kostar 169,9 krón­ur, sem er einnig tölu­vert lægra verð en hjá ís­lensku olíu­fé­lög­un­um. Lítr­inn hjá ís­lensku olíu­fé­lög­un­um af bens­íni er ódýr­ast­ur hjá X-stöðvum Ork­unn­ar eða í 185,7 krón­um, sem er 15,8 krón­um hærra en hjá Costco. Hjá öðrum stöðvum Ork­unn­ar kost­ar lítr­inn 197,8, 197,9 hjá Atlantsol­íu og ÓB, 199,4 hjá Skelj­ungi og 199,9 hjá N1 og Olís.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert