Grunaður um greiðslusvik

mbl.is/Þórður

Ölvaður maður var handtekinn við Bústaðaveg laust fyrir klukkan tvö í nótt grunaður um greiðslusvik og rangar sakargiftir. Hann var vistaður í fangageymslu lögreglunnar.

Skömmu fyrir klukkan þrjú í nótt var bifreið stöðvuð í Bríetartúni. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur.

Rétt fyrir miðnætti var tilkynnt um heimilisofbeldi í Hafnarfirði. Maður var handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Um þrjúleytið var bifreið stöðvuð á Reykjanesbraut við Lækjargötu. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur. Hann hafði einnig gerst sekur um að endurnýja ekki ökuréttindi sín.

Skömmu síðar voru tveir ungir menn handteknir í Garðabæ grunaðir um innbrot í gáma. Þeir voru vistaðir í fangageymslu.

Bifreið var stöðvuð um eittleytið í nótt við Bæjarháls. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert